Gleymdist lykilorðið ?

What to Expect When You're Expecting

Frumsýnd: 20.6.2012
Dreifingaraðili: Myndform
Tegund: Gaman
Lengd: 1h 49 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

What to Expect When You're Expecting er stórskemmtileg gamanmynd um fimm pör sem eru að verða foreldrar.

Sjónvarps- og líkamsræktarstjarnan Jules (Diaz) og dansstjarnan Even (Morrison) komast að því að stjörnulífið hentar engan veginn foreldrahlutverkinu. Wendy (Banks) skrifar mæðrum ráð í meðgöngubókum og fær vænan skammt af sínu eigin meðali á meðan eiginmaður hennar, Gary, reynir að verða ekki undir í kapphlaupi sínu við föður sinn, en hann á von á tvíburum með nýrri og ungri eiginkonu sinni. Ljósmyndarinn Holly (Lopez) er reiðubúin að ferðast um hálfan hnöttinn til að ættleiða barn, en eiginmaður hennar, Alex, er tvístígandi og reynir að sefa óttann með því að fara á "gæjafundi" þar sem nýjir feður segja sannleikann tæpitungulaust. Og að síðustu verða keppinautarnir Rosie (Kendrick) og Marco (Crawford) að komast að því hvað gera skuli þegar barn kemur á undan fyrsta stefnumótinu.

Leikstjóri: Kirk Jones